Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   fös 21. júní 2024 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur jafnar Breiðablik á toppinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 FH
1-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('5)
2-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('58, víti)
3-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('70)
3-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('94)

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valur og FH áttust við í lokaleik kvöldsins í Bestu deild kvenna og skoraði Amanda Jacobsen Andradóttir fyrsta markið snemma leiks, eftir frábæran undirbúning frá Kate Cousins sem vann boltann hátt uppi á vellinum og lagði svo upp.

Bæði lið sýndu góðar rispur í tíðindalitlum fyrri hálfleik og mætti FH út í seinni hálfleikinn af miklum krafti, en marktilraunir Hafnfirðinga fóru forgörðum. Þess í stað tvöfaldaði Amanda forystu heimakvenna með marki úr vítaspyrnu, eftir að Aldís Guðlaugsdóttir braut á Berglindi Rós Ágústsdóttur innan teigs.

FH leitaði að marki en fann ekki og kláraði Jasmín Erla Ingadóttir viðureignina með marki á 70. mínútu, þegar hún fylgdi eftir skoti Ragnheiðar Þórunnar Jónsdóttur með marki.

Fanney Inga Birkisdóttir átti góðan leik í marki Vals þar sem hún varði nokkrum sinnum frábærlega frá gestunum en tókst þó ekki að halda hreinu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði með stórglæsilegu skoti utan vítateigs seint í uppbótartíma til að gera fánamark fyrir FH.

Lokatölur 3-1 fyrir Val þrátt fyrir fína spilamennsku FH-inga.

Valur jafnar Breiðablik á stigum á toppi Bestu deildarinnar með þessum sigri, þar sem bæði lið eru komin með einn tapleik eftir níu fyrstu umferðir deildartímabilsins.

FH er áfram í fjórða sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner