Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður hvetur sérfræðinga til þess að horfa betur á leikina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson, annar af þjálfurum Vals, var til viðtals eftir sigur síns liðs gegn Þrótti í gær. Hann var spurður út í leikinn og ýmislegt annað. Viðtalið má sjá hér neðst í frétinni.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

Valur leiddi 2-1 í hálfleik og bættu heimakonur við fjórum mörkum í seinni hálfleik á Origo vellinum. Fannst Eiði frammistaðan í seinni hálfleik vera sú heilsteyptasta í sumar?

„Nei, ég held ekki. Ég veit ekki hvað maður á að segja, mér er svo sem alveg sama hvað fólk segir um okkar spilamennsku. Ég heyrði einhvern tímann um daginn að við værum hægt lið og þetta væri fyrirsjáanlegt hjá okkur. Ég hvet sérfræðinga til þess að horfa aðeins betur á leikina og horfa á alla leikina ef þeir ætla að tjá sig eitthvað um okkar spilamennsku."

„Við erum búin að eiga marga góða leiki þótt við séum ekkert alltaf með flugeldasýningu fyrir framan markið og leikmenn eru búnir að spila vel sem hafa ekki fengið neitt umtal. Við hrósum okkar leikmönnum þegar þeir eiga það skilið og erum ekkert að stressa okkur á umræðunni,"
sagði Eiður.
Eiður Ben: Ætlum að taka þann stóra og hinn, litli, er bónus
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner