Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Füllkrug efstur á óskalista Atlético
Mynd: Getty Images
Hinn stóri og stæðilegi Niclas Füllkrug er sagður efstur á óskalista Atlético Madríd í sumarglugganum.

Atlético seldi spænska landsliðsfyrirliðann Alvaro Morata til AC Milan á dögunum og er nú í leit að framherja með svipaða eiginleika.

AS segir að Füllkrug, framherji Borussia Dortmund, sé efstur á þeim lista.

Füllkrug kom til Dortmund frá Werder Bremen fyrir síðustu leiktíð, en er nú sagður óánægður hjá félaginu eftir að það festi kaup á Gínuemanninum Serhou Guirassy frá Stuttgart.

Þýski landsliðsmaðurinn 'tikkar' í öll boxin hjá Diego Simeone, stjóra Atlético. Hann er í leit að klassískri 'níu'.

Füllkrug heillaði með Þjóðverjum á EM. Hann skoraði tvö mörk inn af bekknum, eitt í fyrstu umferð riðlakeppninnar og annað í lokaleik riðilsins gegn Sviss.
Athugasemdir
banner
banner