Franski miðvörðurinn Raphael Varane hefur samþykkt að gera tveggja ára samning við ítalska félagið Como en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á X í kvöld.
Como er stórhuga fyrir tímabilið en það mun spila í Seríu A í fyrsta sinn í 21 ár.
Cesc Fabregas var á dögunum ráðinn aðalþjálfari liðsins og hefur hann fengið inn marga góða leikmenn.
Alberto Moreno, Pepe Reina og Andrea Belotti eru allir komnir og nú er röðin komin að Varane.
Varane hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Manchester United um mánaðamótin, en samkvæmt Romano hefur hann náð samkomulagi við Como um að spila með félaginu næstu tvö árin með möguleika á þriðja árinu.
Pappírarnir eru klárir og á hann aðeins eftir að undirrita samninginn.
Þetta er mikill hvalreki fyrir Como en Varane var einn af bestu miðvörðum Evrópu á tíma hans hjá Real Madrid og þá 93 A-landsleiki fyrir franska landsliðið.
???????? Raphael Varane to Como, here we go! Documents ready and set to be signed.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 21, 2024
Former Real Madrid and Man United CB will play in Serie A under Cesc Fabregas as manager.
Understand Varane will sign two year deal until June 2026 + option until 2027.
Exclusive story, confirmed. pic.twitter.com/ulfJ2pIuXS
Athugasemdir