Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. ágúst 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Sigurður Egill líklega ekki meira með í sumar
Sigurður Egill borinn af velli í fyrrakvöld.
Sigurður Egill borinn af velli í fyrrakvöld.
Mynd: Eyþór Árnason
Sigurður Egill Lárusson, kantmaður Vals, verður líklega ekki meira með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sigurður Egill tognaði á nára gegn Breiðabliki í fyrrakvöld og var borinn af velli. Rannsóknir hafa nú leitt í ljós að Sigurður Egill verður frá næstu 4-6 vikurnar.

Ef allt gengur upp gæti hann þó náð lokaleikjum tímabilsins en Valur mætir Grindavík í næstsíðustu umferð 22. september og HK í lokaumferðinni 28. september.

Sigurður Egill hefur verið í stóru hlutverki í liði Vals undanfarin ár en hann hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Meiðsli hafa leikið Valsmenn grátt að undanförnu en þeir Lasse Petry, Ólafur Karl Finsen og Garðar Bergmann Gunnlaugsson verða ekki meira með liðinu í sumar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner