

Kolbeinn hefur verið frábær með Gautaborg. Hann hefur spilað þrjá vináttuleiki með A-landsliðinu, en aldrei verið í hóp í keppnisleik.

Daníel Tristan hefur verið í hlutverki hjá sænsku meisturunum. Hann hefur ekki spilað A-landsleik til þessa.
Í næstu viku verður landsliðshópur fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM tilkynntur. Framundan er heimaleikur gegn Aserbaídsjan og útileikur gegn Frakklandi.
Fótbolti.net tók saman rúmlega 50 nafna lista yfir þá leikmenn sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er að fylgjast með - mögulega eru nöfnin fleiri. Svo var sá hópur tálgaður niður í líklegan 23 manna hóp.
Fótbolti.net tók saman rúmlega 50 nafna lista yfir þá leikmenn sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er að fylgjast með - mögulega eru nöfnin fleiri. Svo var sá hópur tálgaður niður í líklegan 23 manna hóp.
Markverðir (3)
Hákon Rafn Valdimarsson (Brentford)
Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland)
Lúkas Petersson (Hoffenheim)
Aðrir kostir: Frederik Schram (Valur), Rúnar Alex Rúnarsson (FC Kaupmannahöfn), Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Rafnarnir tveir verða alltaf í hópnum nema þeir meiðist. Spurningin er með þriðja markvörðinn, verður Lúkas valinn í A-landsliðið eða U21 þar sem hann yrði aðalmarkmaður? Elías er að gera sterkt tilkall til að ýta Hákoni úr markinu sem aðalmarkmaður landsliðsins, það er ákvörðun framundan hjá landsliðsþjálfaranum og markmannsþjálfaranum. Það er svo vonandi að Patrik Gunnarsson komist af stað aftur sem fyrst, hann var hluti af hópnum fyrir meiðsli.
Varnarmenn (7)
Mikael Egill Ellertsson (Genoa)
Sverrir Ingi Ingason (Panathinaikos)
Daníel Leó Grétarsson (SönderjyskE)
Logi Tómasson (Samsunspor)
Bjarki Steinn Bjarkason (Venezia)
Guðlaugur Victor Pálsson (Plymouth)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Aðrir kostir: Hörður Björgvin Magnússon (án félags), Hjörtur Hermannsson (Volos), Hlynur Freyr Karlsson (Brommapojkarna), Valgeir Lunddal Friðriksson (Düsseldorf), Kolbeinn Birgir Finnsson (Utrecht), Davíð Kristján Ólafsson (Cracovia), Dagur Dan Þórhallsson (Orlando City), Brynjar Ingi Bjarnason (Greuter Furth), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Willem II), Alfons Sampsted (Birmingham), Atli Barkarson (Waregem), Guðmundur Þórarinsson (Noah)
Það er erfitt að lesa í varnarmannavalið hjá Arnari, hann hefur horft í menn sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Það er áhyggjuefni að Sverrir hefur verið á bekknum hjá Panathinaikos í Grikklandi og ekkert spilað frá því að tímabilið fór af stað. Það er spurning hvort Arnar slíti á naflastrenginn og skilji Aron Einar eftir í Katar, en næsti kostur í hafsent er ekki svo augljós; Arnar hefur ekki valið Hjört til þessa og Hörður Björgvin er enn án félags. Brynjar Ingi kæmi einnig til greina. Kolbeinn Finnsson þarf að færa sig til félags þar sem hann fær að spila.
Miðjumenn (10)
Hákon Arnar Haraldsson (Lille)
Ísak Bergmann Jóhannesson (Köln)
Stefán Teitur Þórðarson (Preston)
Þórir Jóhann Helgason (Lecce)
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)
Willum Þór Willumsson (Birmingham)
Kristian Nökkvi Hlynsson (Twente)
Jón Dagur Þorsteinsson (Hertha Berlin)
Mikael Neville Anderson (Djurgården)
Kolbeinn Þórðarson (Gautaborg)
Aðrir kostir: Jóhann Berg Guðmundsson (Al Dhafra), Arnór Sigurðsson (Malmö), Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur), Ari Sigurpálsson (Elfsborg), Ísak Andri Sigurgeirsson (Norrköping), Gísli Gottskálk Þórðarson (Lech Poznan), Júlíus Magnússon (Elfsborg), Andri Fannar Baldursson (Kasimpasa)
Jóhann Berg ekki með um síðustu helgi hjá Al Dhafra, spurning hvort hann verði klár. Kolbeinn Þórðarson er búinn að vera funheitur með Gautaborg, Arnór Sigurðsson ekki náð að stimpla sig inn hjá Malmö og Gylfi mjög góður með Víkingum í Evrópu. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig Arnar velur sinn hóp.
Framherjar (3)
Orri Steinn Óskarsson (Sociedad)
Albert Guðmundsson (Fiorentina)
Andri Lucas Guðjohnsen (Gent)
Aðrir kostir: Stefán Ingi Sigurðarson (Sandefjord), Daníel Tristan Guðjohnsen (Malmö), Brynjólfur Andersen Willumsson (Groningen), Sævar Atli Magnússon (Brann), Ísak Snær Þorvaldsson (Lyngby), Kristall Máni Ingason (SönderjyskE), Nökkvi Þeyr Þórisson (Sparta Rotterdam)
Hérna eru margir spennandi kostir í boði fyrir Arnar, Stefán Ingi er þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildinni, Daníel Tristan er mjög spennandi leikmaður sem er að spila með sterku liði Malmö, Brynjólfur skoraði tvennu gegn Heerenveen um síðustu helgi og Ísak Snær Þorvaldsson er funheitur með Lyngby. Andri Lucas virðist á förum frá Gent þar sem síðasta tímabil var ekki sérstakt, en hann hefur tengt vel við Orra Stein í sóknarlínunni, Andri hefur ekki spilað sig út úr landsliðinu, en það er áhyggjuefni að hann hefur ekki verið að spila. Ef þetta verður lokahópurinn gæti verið horft í Hákon Arnar, Gylfa Þór og Jón Dag sem möguleika í fremstu línu.
Síðasti landsliðshópur:
Athugasemdir