Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 16:33
Ívan Guðjón Baldursson
Dagur Dan gerði sigurmarkið - Aron Bjarna áfram í bikarnum
Gummi Tóta í sigurliði Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dagur Dan Þórhallsson skoraði í sínum öðrum leik í röð fyrir Kvik Halden í norsku C-deildinni. Hann gerði tvennu gegn Sola í síðustu umferð.

Dagur Dan leikur fyrir félagið að láni frá Mjondalen og í dag gerði hann eina mark leiksins í 0-1 sigri gegn Vidar.

Halden er tímabundið á toppi deildarinnar, með eins stigs forystu á Stjordals Blink sem á leik til góða.

Vidar 0 - 1 Kvik Halden
0-1 Dagur Dan Þórhallsson ('18)

Aron Bjarnason er þá kominn áfram í næstu umferð ungverska bikarsins með liði sínu Ujpest.

Aron byrjaði á bekknum en fékk að spila síðasta stundarfjórðung leiksins í 0-2 sigri.

Staðan var þegar orðin 0-2 þegar Aroni var skipt inn. Hann hefur ekki verið að fá mikinn spiltíma hjá sínu nýja félagi.

Hatvan 0 - 2 Ujpest
0-1 Onovo Chukwuebuka Vincent ('29)
0-2 Nwobodo Obinna Emmanuel ('55)

Guðmundur Þórarinsson var þá á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem lagði Örebro að velli í efstu deild sænska boltans.

Norrköping er á góðu skriði eftir slæman kafla og er fjórum stigum frá Evrópusæti eftir sigurinn.

Gummi Tóta er lykilmaður í liðinu og leikur ýmist sem vinstri vængbakvörður eða miðjumaður. Í dag var hann vængbakvörður og gerði vel í öruggum sigri þar sem Simon Skrabb skoraði tvö.

Norrköping 3 - 0 Örebro
1-0 Simon Skrabb ('43)
2-0 Simon Skrabb ('45)
3-0 Christoffer Nyman ('53)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner