Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons: Draumur að fá að mæta á Emirates með mínum klúbbi
Alfons er 24 ára hægri bakvörður sem hefur verið hjá Bodö/Glimt í Noregi í tvö og hálft ár.
Alfons er 24 ára hægri bakvörður sem hefur verið hjá Bodö/Glimt í Noregi í tvö og hálft ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bodö/Glimt hefur unnið norsku deildina tvö tímabil í röð. Í fyrra fór liðið alla leið í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Bodö/Glimt hefur unnið norsku deildina tvö tímabil í röð. Í fyrra fór liðið alla leið í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Mynd: Bodö/Glimt
Alfons er ekki með íslenska landsliðinu vegna axlarmeiðsla.
Alfons er ekki með íslenska landsliðinu vegna axlarmeiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nógu mikil hvatning til að vera á mínum besta degi
Það er nógu mikil hvatning til að vera á mínum besta degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt hafa orðið norskir meistarar síðustu tvö tímabil en það er orðið nokkuð ljóst að liðið mun ekki verja titilinn í ár. Liðið er í fjórða sæti, fimmtán stigum á eftir toppliði Molde þegar sjö umferðir eru eftir.

Fótbolti.net ræddi við Alfons í gær.

Sjá einnig:
Alfons glímir við meiðsli á öxl

Langt og krefjandi tímabil
„Þetta er búið að vera langt og krefjandi tímabil. Byrjuðum virkilega snemma að spila keppnisleiki, spiluðum fyrstu leikina í miðjum febrúar eftir stutt undirbúningstímabil. Við erum eiginlega búinn að spila 2-3 leiki í viku síðan þá. Þetta er búið að vera virkilega krefjandi. Þjálfarinn hefur ekki mestu trú á róteringum og það eru svolítið mikið sömu leikmennirnir sem fá að taka við öllu álaginu," sagði Alfons.

„Það hefur gengið upp og ofan, það hafa komið tímabil þar sem við höfum erum virkilega flottir en það hafa komið tímabil þar sem við erum þreytulegir að sjá og vantar smá að endurstilla sig. Eins og staðan er núna þá kom þetta landsleikjahlé á ágætis tíma fyrir liðið, fá að horfa á eitthvað annað en æfingasvæðið og að spila."

Þægilegt en að sjálfsögðu er pressa
Talandi um fáar breytingar á liðinu milli leikja, er þægilegt að vera einn af þeim leikmönnum sem spila alla leiki?

„Það er mjög gott að vera á þeirri hlið en þetta er ekki þannig að það sé ekki pressa á að standa sig. Að sjálfsögðu er pressa á að standa sig og gefa allt í þetta. En þú ert líka með leyfi til að þróa þinn leik, þú mátt gera mistök og ýta línunni og mörkunum aðeins lengra. Það er virkilega þægileg tilfinning að hafa að þú getur farið út á völl og þarft ekki að hafa áhyggjur af því að spila fullkominn leik í hvert skipti. Þetta er flott umhverfi til þess að bæta sig."

Grátlega nálægt riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Bodö/Glimt er í Evrópudeildinni á þessu tímabili eftir að hafa verið í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili. Liðið var mjög nálægt því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Dinamo Zagreb vann umspilseinvígi liðanna með marki seint í framlengingu.

„Þetta var grátlega nálægt og í raun einstaklingsgæði Dinamo Zagreb sem kláruðu okkur á 116. mínútu. Við eigum mjög flottan leik hérna heima, vinnum 1-0 og erum í raun og veru að setja ekki meira á þá en það. Í útileiknum byrjuðum við erfiðlega, þeir setja tvö í andlitið á okkur og byrjuðu með biluðum krafti. Við náðum að klóra okkur inn í leikinn og endum á því að taka yfir seinni part fyrri hálfleiks og allan seinni. Við eigum þann hluta á útivelli í Zagreb sem er virkilega sterkt að mínu mati." Bodö/Glimt minnkaði muninn í 2-1 á 70. mínútu og þannig var staðan eftir 90 mínútur. Því var gripið til framlengingar.

„Það gengur vel í fyrri helming framlengingarinnar, fáum tvö færi til að skora en síðan skora þeir eftir klafs eftir innkast. Komust upp hægri kantinn og hann (Josip Drmic) uxar sig í gegnum vörnina okkar og kemst í skotfæri og skorar. Það voru mikil þreytumerki á því marki, allir þreyttir og svo kemur einn ferskur varamaður sem klárar þetta á tíu sekúndum."

„Grátlega nálægt, hefði verið ótrúlega gaman að ná þessu en við fengum ágætis sárabótarriðil í Evrópu. Fengum Arsenal, PSV og Zürich."


Draumur að spila á Emirates
„Það verður geggjað að fara á Emirates. Það er leikur sem við eigum eftir landsleikjahlé, fyrst er það einn leikur í Eliteserien og svo er það Emirates. Það verður geggjað. Þetta er lið sem maður er búinn að horfa á síðan maður var lítill, fylgst með leikjum á Emirates og að fá að mæta þangað með mínum klúbbi Bodö/Glimt er bara draumur."

Alfons heldur með Chelsea í enska boltanum. Telur það eitthvað aukalega fyrir leikinn á Emirates?

„Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. Ég er ekki beint það nálægt Chelsea að ég fari eitthvað að hata aðra Lundúnaklúbba. Ég get alveg búið til eitthvað í hausnum á mér að ég sé algjör Chelsea maður en það er bara nóg fyrir mig að fá að keppa við Arsenal. Það er nógu mikil hvatning til að vera á mínum besta degi," sagði Alfons.
Athugasemdir
banner
banner