Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman með klásúlu um Barcelona í samningi sínum
Koeman ræðir hér við  Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Koeman ræðir hér við Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands, langar einn daginn að snúa aftur til Barcelona sem þjálfari.

Koeman spilaði með Barcelona við góðan orðstír frá 1989 til 1995.

Koeman var aðstoðarþjálfari Barcelona stuttu eftir að hann hætti sem leikmaður, frá 1998 til 2000. Á þjálfaraferlinum hefur hann stýrt félögum á borð við Ajax, Benfica, PSV, Feyenoord, Valencia, Southampton og Everton.

Hann hefur gert fína hluti með hollenska landsliðið frá því hann tók við í fyrra.

Vonast er til þess að Koeman verði að minnsta kosti með hollenska landsliðið til 2022 og stýri liðinu á HM í Katar. Hann er hins vegar með Barcelona-klásúlu í samningi sínum sem gerir Barcelona kleift í að ráða hann til starfa hvenær sem er.

„Ronald hefur lengi sagt að hann vilji þjálfa Barcelona einn daginn. Sjáum til hvað gerist," sagði Nico-Jan Hoogma, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandini Hollands.

Spurður út í klásúluna sagði hann: „Það hefur samkomulag verið gert. Barcelona þarf að borga."

Ernesto Valverde er í dag við stjórnvölinn hjá Barcelona, en hann er ekki vinsæll hjá flestum stuðningsmönnum Börsunga.
Athugasemdir
banner
banner