Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 21. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eto'o stingur upp á 15 ára Moukoko sem arftaka Messi
Moukoko í leik með Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Moukoko í leik með Dortmund í Evrópukeppni unglingaliða.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona, segir að Börsungar eigi að reyna að fá Youssoufa Moukoko sem arftaka Lionel Messi.

Messi er orðinn 33 ára gamall og hann gæti yfirgefið Barcelona næsta sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann vildi fara í sumar en fékk ekki ósk sína uppfyllta.

Messi er besti leikmaður í sögu Barcelona og það verður gríðarlega erfitt fyrir félagið að fá einhvern sem gæti fyllt í skarð hans að einhverju leyti. Uppástunga Eto'o er Moukoko, sem er aðeins 15 ára gamall.

„Hann er 15 ára og hann er næsti toppleikmaðurinn, að mínu mati, á eftir Messi," sagði Eto'o við Goal.

„Eftir því sem Messi verður eldri, þá er gott að byrja að undirbúa framtíð Barcelona."

Moukoko er undrabarn í orðsins fyllstu merkingu. Hann er aðeins 15 ára gamall og hefur slegið hvert metið á fætur öðru með unglingaliðum Dortmund. Hann verður 16 ára í nóvember og getur hann þá byrjað að spila með aðalliði Dortmund.

Youssoufa Moukoko er eflaust nafn sem að fótboltaunnendur munu heyra og segja mikið í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner