Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að báðir aðilar séu ánægðir með þetta"
Túfa yfirgaf Grindavík eftir að hafa stýrt liðinu í eina leiktíð.
Túfa yfirgaf Grindavík eftir að hafa stýrt liðinu í eina leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, var í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og þar var hann spurður út í viðskilnað sinn við Grindavík.

Túfa þjálfaði Grindavík á síðustu leiktíð, en liðið féll úr Pepsi Max-deildinni. Það var staðfest snemma í október að Túfa yrði ekki áfram með liðið.

Túfa var í kjölfarið svo ráðinn til Vals sem aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.

„Ætti maður ekki bara að segja að þetta sé gott fyrir báða aðila?" sagði Túfa.

„Ég tek skref fram á við og fer í Val. Þeir fá góða menn inn. Þeir, að ég held, halda áfram að byggja á grunninum sem er núna til staðar - hann var ekki til staðar þegar ég tók við liðinu."

„Ég held að báðir aðilar séu ánægðir með þetta."
Túfa: Okkar verkefni er að rífa þetta upp
Athugasemdir
banner
banner