Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moreno langar að taka við félagsliði
Mynd: Getty Images
Roberto Moreno gerði frábæra hluti við stjórn spænska landsliðsins eftir að Luis Enrique hvarf frá starfinu vegna krabbameinsveikrar dóttur sinnar sem lést svo fyrr í haust.

Spánn tryggði sig auðveldlega í lokakeppni EM þrátt fyrir að vera með Svíþjóð, Noregi og Rúmeníu í riðli. Moreno grétt eftir 5-0 stórsigur gegn Rúmeníu, þegar hann heyrði fregnirnar að Enrique væri á leið aftur í starfið.

Moreno var aðstoðarþjálfari Enrique en heldur því starfi ekki. Hann fékk smjörþefinn af því að vera við stjórnvölinn hjá stóru fótboltaliði.

„Ég vildi óska þess að þetta ástand hefði aldrei komið upp en svona er þetta og ég vil þakka öllum fyrir frábæra tíma hér með landsliðinu. Ég er maður orða minna og þess vegna sagði ég af mér þegar Luis Enrique sneri aftur til hópsins," sagði Moreno.

„Ég gerði það sem ég var beðinn um en núna langar mig að taka við félagsliði og þess vegna sagði ég upp störfum. Ég á í mjög góðu vinabandi við Luis Enrique og aðra starfsmenn Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner