
England - Íran hefst klukkan 13 og búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn. Kyle Walker og James Maddison eru báðir óleikfærir.
Maddison meiddist á hné í leik með Leicester áður en hann hélt til Katar og hefur ekki tekið þátt í heilli æfingu með enska landsliðinu enn sem komið er. Hann hefur verið í einstaklingsæfingum.
Walker hefur hinsvegar verið að æfa en óvissa ríkti í aðdraganda mótsins um það hvort hann gæti tekið þátt í mótinu.
„Þessi leikur kemur aðeins of snemma fyrir Kyle Walker en hann er að æfa með liðinu, hann er kominn lengra en við héldum á þessu stigi. Það er jákvætt," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, á fréttamannafundi í gær.
Southgate heldur trausti á Harry Maguire og Raheem Sterling þó þeir hafi átt erfitt uppdráttar hjá sínum félagsliðum. Bukayo Saka er í byrjunarliðinu en Phil Foden á bekknum, eins og enskir fjölmiðlar bjuggust við.
Byrjunarlið Englands (4-3-3): Pickford, Trippier, Stones, Maguire, Shaw, Rice, Bellingham, Mount, Sterling, Saka, Kane.
Landsliðsþjálfari Írana er Carlos Queiroz. Hann þekkir enska liðið út og inn en hann er fyrrum aðstoðarstjóri Manchester United.
„Hvað get ég sagt um England? Eitt besta landslið heims. Þeir eru kandídatar til að fara alla leið, af hverju ættu þeir ekki að geta unnið mótið? Liðið hefur gert góða hluti á síðustu stórmótum og er fullt af hæfileikum," segir Queiroz.
Alireza Jahanbakhsh, fyrrum leikmaður Brighton, er meðal leikmanna í byrjunarliði Írans en hann spilar í dag fyrir Feyenoord í Hollandi.
Byrjunarlið Írans: Beiranvand, Moharrami, Hajsafi, Mohammadi, Jahanbakhsh, Pouraliganji, Taremi, Cheshmi, Karimi, Hosseini, Nourollahi
Your #ThreeLions to take on Iran! 🦁 pic.twitter.com/uU7SA2TAJB
— England (@England) November 21, 2022
Athugasemdir