Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 21. nóvember 2024 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik rífur upp veskið og er að kaupa Óla Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Óla Val Ómarssyni leikmanni Sirius.

Óli Valur lék á láni hjá uppelidsfélaignu Stjörnunni í sumar á láni frá sænska félaginu. Hann er samningsbundinn sænska félaginu til 2027 svo Breiðablik þarf að kaupa hann og er að gera það á „góða upphæð" samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Óli Valur er 21 árs hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann átti gott tímabil með Stjörnunni í sumar, spilaði sérstaklega vel þegar leið á.

Hann var keyptur til Sirius frá Stjörnunni um mitt sumar 2022 en náði ekki að springa út og stimpla sig almennilega inn hjá sænska félaginu.

Óli er nýgenginn upp úr U21 landsliðinu þar sem hann lék átta leiki. Hann á alls að baki 27 leiki fyrir yngri landsliðin.

Breiðablik er, eins og fjallað var um fyrir helgi, einnig að klára kaup á Ágústi Orra Þorsteinssyni frá Genoa og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur félagið áhuga á Valgeiri Valgeirssyni sem er samningslaus sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner