Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Rafn skrifar undir sinn fyrsta samning við KR - Á blaði hjá erlendum félögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Rafn Pálmason hefur skrifað undir sinn fyrsta samning á ferlinum en hann er nú samningsbundinn KR út árið 2027.

Alexander varð síðasta sumar sá yngsti frá upphafi til að spila í efstu deild þegar hann kom inn á undir lok leiks gegn ÍA. Hann var þá 14 ára og 147 daga gamall. Hann verður ekki 15 ára fyrr en í júní. Alls kom hann við sögu í fjórum leikjum með meistaraflokki KR seinni hluta síðasta sumars.

Hann er á blaði hjá erlendum félögum; hefur farið á reynslu til Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar og er á leið á reynslu til spænska félagsins Real Sociedad. Líklegt verður að teljast að hann haldi í erlenda akademíu þegar hann nær aldri til þess að geta tekið það skref.

Alexander er unglingalandsliðsmaður sem var á dögunum valinn í U16 æfingahóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner