Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smith ætlar að komast til botns í Grealish-lekanum
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, besti leikmaður Aston Villa, gat ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Leicester í gær vegna meiðsla.

Það fóru af stað sögusagnir fyrir leikinn og áður en búið var að gefa út liðin að hann yrði að hann myndi missa af leiknum vegna meiðsla. Dean Smith, stjóri Villa, var alls ekki sáttur við það.

„Ég var látinn vita að það hefðu farið af stað sögusagnir á samfélagsmiðlum að hann myndi ekki spila. Ef það er eitthvað sem kemur frá einhverjum á æfingasvæðinu okkar, þá mun ég komast til botns í því hvaðan það kemur og sá aðili mun fá að heyra það," sagði Smith.

„Þetta er eitthvað sem hjálpar klárlega andstæðingnum. Þetta er ekki eitthvað sem ég er ánægður með og við munum komast til botns í þessu máli."

Aston Villa tapaði leiknum 1-2 og verður líklega án stjörnuleikmanns síns næsta mánuðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner