Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 22. mars 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úrvalsdeildin ákærir Leicester og félagið fær félagaskiptabann
Mynd: Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur kært Leicester fyrir brot á fjármálareglum á síðustu leiktíð en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og situr nú í 2. sæti ensku Championship deildarinnar.


Félagið hefur verið dæmt í félagaskipta bann.

Nottingham Forest var einnig kært fyrr á þessari leiktíð og fjögur stig voru dregin af liðinu. Leicester gæti fengið harðari refsingu en það mun ekki taka gildi á þessari leiktíð.

Leicester ætlar að fara í mál við Úrvalsdeildina og ensku deildakeppnina (EFL). Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Félagið hefur rétt á því að tryggja að allar ákærur séu réttlætanlegar og séu á réttan hátt ákvarðaðar, í samræmi við gildandi reglur, af réttum aðilum og á réttum tíma," segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner