Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Sara í viðtali hjá FIFA - Vill kveðja með titlum
Mynd: Mirko Kappes
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og miðjumaður Wolfsburg, er í viðtali hjá vefsíðu FIFA í dag. Sara ræðir þar meðal annars bókina sína „Óstöðvandi" sem kom út fyrir síðustu jól sem og erfið meiðsli á ferli sínum.

Wolfsburg hefur hafið æfingar á ný eftir kórónaveiruna og stefnt er á að hefja keppni í Þýskalandi á nýjan leik þann 29. maí.

Sara mun fara frá Wolfsburg eftir tímabilið en hún hefur verið sterklega orðuð við Lyon í Frakklandi. Sara segir markmiðið vera að kveðja Wolfsburg með tveimur titlum.

„Það er gott og léttir að geta byrjað að spila aftur. Þetta verður mjög mikið álag þangað til í lok júní en við höfum æft mikið. Við höfum byrjað að æfa aftur saman sem lið og allar eru í toppformi," sagði Sara.

„Við erum atvinnumenn og við höfum lagt hart að okkur. Mér líður vel og ég er tilbúin - það sama á við um liðsfélaga mína. Ég sakna þess að vera með liðinu inn í klefa og að fá að taka boltann upp með höndum."

„Ég hef áttað mig á því hversu mikið ég sakna þess að spila. Ég var eins og barn á fyrstu æfingunni okkar saman. Ég er þakklát fyrir að við getum byrjað að spila aftur."

„Auðvitað vilja ég enda árið hjá Wolfsburg með titlum og spila leiki. Vonandi getum við endað á að vinna deildina og bikarinn. Markmiðið er að enda feril minn hjá Wolfsburg með tveimur titlum. Það yrði æðislegt."


Smelltu hér til að lesa viðtalið á vef FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner