Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Ten Hag kveðja eftir úrslitaleikinn - Þrír kostir nefndir
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio, sem er nokkuð vel tengdur í heimi fótboltans, segir að Erik ten Hag muni kveðja Manchester United eftir úrslitaleik FA-bikarsins næsta sunnudag.

Hann segir að United hafi tekið ákvörðunina fyrir nokkru síðan en liðið endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

„Eftir tímabilið þá mun Man Utd kveðja Ten Hag. Það er klárt mál," segir Di Marzio.

Ten Hag var að klára sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá Man Utd en undir hans stjórn hefur liðið unnið einn bikar, deildabikarinn.

Di Marzio segir að United sé með þrjá kosti efsta á lista en það eru Kieran McKenna, stjóri Ipswich, Roberto De Zerbi, sem er að hætta með Brighton og Mauricio Pochettino sem var látinn fara frá Chelsea í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner