Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. júní 2021 15:40
Elvar Geir Magnússon
Rashica til Norwich (Staðfest)
Milot Rashica.
Milot Rashica.
Mynd: EPA
Norwich City, sem vann Championship-deildina á síðasta tímabili og spilar í ensku úrvalsdeildinni að nýju á næsta tímabili, hefur fengið til sín vængmanninn Milot Rashica frá Werder Bremen í Þýskalandi.

Þessi 24 ára landsliðsmaður Kosóvó skoraði 27 mörk í 100 leikjum í öllum keppnum fyrir Bremen en hann var hjá félaginu í þrjú og hálft tímabil.

Rashica segist mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og vonast til að gleðja stuðningsmenn með mörkum og stoðsendingum.

Hann segist telja að leikstíll Norwich henti sér vel.

„Ég hef horft á marga Norwich leiki í úrvalsdeildinni og það hefur alltaf verið draumur minn að spila í þessari deild," segir Rashica.

Daniel Farke, stjóri Norwich, segir að Rashica sé áhugaverður leikmaður sem mörg félög hafi verið að horfa til undanfarin ár. Hann búi yfir fjölhæfni og gæðum.
Athugasemdir
banner
banner