Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júní 2022 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Man City nær samkomulagi við Cucurella
Marc Cucurella
Marc Cucurella
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City hafa náð samkomulagi við spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella en það er enski blaðamaðurinn Peter O'Rourke sem segir frá.

Pep Guardiola. stjóri Man City, hefur verið í leit að vinstri bakverði í dágóðan tíma, en hann var ekki með hreinræktaðan mann í stöðuna síðan Benjamin Mendy fór á bakvið lás og slá.

Hann gat notað Oleksandr Zinchenko og Joao Cancelo í þessari stöðu en það er hins vegar ekki náttúruleg staða þeirra.

Félagið hefur sýnt spænska bakverðinum Marc Cucurella mikinn áhuga síðustu vikur og nú segir O'Rourke frá því að félagið hafi náð samkomulagi við Cucurella um kaup og kjör.

Man City og Brighton eru þá nálægt því að ná samkomulagi um kaupverð og búist við að það verði frágengið á allra næstu dögum.

Cucurella, sem er 23 ára, var magnaður með Brighton á síðustu leiktíð og á eftir að smellpassa inn í kerfi Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner