Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 22. júlí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík í leit að styrkingu - „Munum skoða alla möguleika"
Lengjudeildin
Guðjón Pétur til Grindavíkur?
Guðjón Pétur til Grindavíkur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík mætti Aftureldingu í Lengjudeildinni í gær og tapaði í níu marka leik, 4-5 á heimavelli. Tapið var fyrsta tap Grindavíkur á heimavelli í Lengjudeildinni í sumar.

Í liði Grindavíkur var spænskur miðjumaður, Juanra Martinez, sem var að spila sinn fyrsta leik. Í viðtali eftir leik var Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur spurður út í leikmannamál og mögulegar styrkingar fyrir gluggalok.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, hefur verið orðaður við Grindavík og þá æfði Ingólfur Sigurðsson með liðinu í vikunni.

„Við erum náttúrulega dálítið þunnir. Við erum með 17-19 manna hóp af mönnum sem eru gjaldgengir í liðið hjá okkur," sagði Alfreð.

„Við munum skoða alla möguleika, hvort það verði þessi eða hinn - hann verður bara að passa inn í það sem við erum að gera hérna. Það vantar smá 'attitude' við erum að leita að gæja eða gæjum með 'attitude'."

„Ég var mjög ánægður með Martinez í leiknum, við þurfum að koma honum inn í leikinn okkar ásamt öllum hinum leikmönnunum okkar. Sér í lagi í varnarleiknum,"
sagði Alfreð.

Sjá einnig:
Guðjón Pétur: Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV

Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner