Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Sterkt lið Dortmund steinlá í Taílandi
Mynd: EPA
Mynd: Inter
Undirbúningstímabilið er farið af stað og spila lið æfingaleiki þessa dagana. Í dag og í gær fóru æfingaleikir fram þar sem nokkur stórlið tóku þátt.

Þýska stórliðið Borussia Dortmund, sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun sumars, spilaði við taílenska andstæðinga í gær og steinlá þrátt fyrir að mæta til leiks með sterkt byrjunarlið.

Pathum vann leikinn 4-0 þrátt fyrir þokkalegt jafnræði á vellinum en Taílendingarnir nýttu færin sín mun betur heldur en stórstjörnurnar í liði Dortmund.

AS Roma gerði þá jafntefli við Kosice frá Slóvakíu alveg eins og Lazio gerði jafntefli við Triestina, á meðan Inter sigraði gegn Pergolettese.

Mehdi Taremi, nýr leikmaður Inter, skoraði fyrra markið í 2-1 sigri liðsins.

Matteo Guendouzi gerði eina markið í jafnteflinu hjá Lazio og þá sigraði Al-Hilal gegn Al-Arabi.

Michael og Nasser Al-Dawsari skoruðu mörkin í 2-0 sigri sádi-arabísku meistaranna.

Inter 2 - 1 Pergolettese
1-0 Mehdi Taremi ('34)
2-0 Eddie Salcedo ('88)
2-1 Mattia Capoferri ('91)

Kosice 1 - 1 Roma
1-0 D. Takac ('53)
1-1 Niccolo Pisilli ('85)

Lazio 1 - 1 Triestina
1-0 Matteo Guendouzi ('8, víti)
1-1 Manuel Lazzari ('81, sjálfsmark)

Al-Hilal 2 - 0 Al-Arabi
1-0 Michael ('11)
2-0 Nasser Al-Dawsari ('16)

Pathum 4 - 0 Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner