Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mán 22. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Styttist í endurkomu Dele Alli
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Dele Alli er allur að koma til og gæti spilað með Everton á næstu vikum en Sean Dyche, stjóri félagsins, kom með jákvæða uppfærslu í viðtali við heimasíðu Everton í gær.

Alli hefur ekkert spilað fótbolta síðan í lok febrúar á síðasta ári er hann var á láni hjá Besiktas frá Everton.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur glímt við erfið meiðsli í mjöðm og gat því ekkert verið með á síðustu leiktíð.

Englendingurinn er samningslaus sem stendur en fær að klára endurhæfingaferlið hjá Everton. Hann mun einnig koma við sögu í æfingaleikjum og verður í kjölfarið tekin ákvörðun um framhaldið.

Miðað við orð Dyche við heimasíðu Everton virðist styttast í endurkomu Alli og annarra leikmanna.

„Tarkowski er að glíma við smávægileg meiðsli þannig við þurfum að fara varlega. Við erum með nokkra aðra leikmenn sem við þurfum líka að meðhöndla af varfærni. Þeir eru í lagi en það er bara eitthvað smávægilegt sem við þurfum að fylgjast með. Við erum vongóðir um Tarky og svo eru horfur góðar með Branthwaite, Patterson og Dele. Sjáum hvernig þetta gengur hjá þeim, en á þessum tímapunkti er ekkert alvarlegt og erum við þakklátir fyrir það,“ sagði Dyche við heimasíðu Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner