Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. ágúst 2019 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Jafnt í fallbaráttuslag á Ásvöllum
Aron Freyr jafnaði fyrir Hauka.
Aron Freyr jafnaði fyrir Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Eugenio Marquina í leik með Aftureldingu gegn Magna.
David Eugenio Marquina í leik með Aftureldingu gegn Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukar 1 - 1 Afturelding
0-1 David Eugenio Marquina ('2 )
1-1 Aron Freyr Róbertsson ('23 )
Lestu nánar um leikinn

Haukar og Afturelding áttust við í fallbaráttuslag í Inkasso-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Það voru ekki margar sekúndur búnar af leiknum þegar fyrsta markið kom. Gestirnir úr Mosfellsbæ komust þá yfir. „Fyrsta sem gerðist var mark. Afturelding komst upp hægr vænginn. Sýndist það vera Jason Daði sem átti skot í gegnum klof varnarmanns Hauka og Sindri varði boltann út í teig þar sem David var fyrstur á boltann og setti hann í autt netið," skrifaði Sæbjörn Þór í beinni textalýsingu þegar David Eugenio Marquina skoraði.

Afturelding byrjaði leikinn betur en Haukar unnu sig inn í hann eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þeir jöfnuðu verðskuldað á 23. mínútu. Aron Freyr Róbertsson skoraði þá eftir undirbúning frá fyrirliðanum, Ásgeiri Þór Ingólfssyni.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og var fátt um færi.

Oliver Helgi Gíslason fékk fínt færi á 65. mínútu en skallaði fram hjá markinu. Þegar lítið var eftir björguðu Haukar á línunni. Afturelding vildi fá mark, en dómarinn ekki sammála.

Hvorugt liðið náði að skora og jafntefli niðurstaðan. Bæði lið væntanlega ósátt við það.

Haukar eru með 16 stig í tíunda sæti. Afturelding í sætinu fyrir ofan með 18 stig.

Liðin fyrir neðan Hauka og Aftureldingu, Magni og Njarðvík mætast á laugardaginn. Njarðvík er með 11 stig og Magni 16 stig, eins og Haukar.


Athugasemdir
banner
banner