fim 22. ágúst 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mata um fordóma í garð Pogba: Mikill heigulskapur
Mata og Pogba.
Mata og Pogba.
Mynd: Getty Images
Juan Mata hefur komið Paul Pogba, liðsfélaga sínum hjá Manchester United, til varnar.

Pogba varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.

Pogba hefur í kjölfarið fengið stuðning frá félaginu og liðsfélögum sínum. Varnarmaðurinn Harry Maguire var æfur og Mata segir að um mikinn heigulskap sé að ræða.

„Þetta er ekki eitthvað sem við ættum að vera að tala um, öllum svona fordómum hefði átt að vera útrýmt fyrir löngu," sagði Mata við ESPN.

„Samfélagsmiðlar eru frábærir ef þeir eru notaðir af réttum ástæðum. En þeir gefa líka fólki tækifæri til að hella sér yfir annað fólk, og gerir fólk það án þess að lenda í vandræðum. Það er svo mikið af fölskum aðgöngum í notkun. Þú getur sagt hvað sem þú vilt og þér er ekki refsað."

„Þetta er vandamál. Sumt fólk gerir þetta og það er vandamál. Þetta er mikill heigulskapur."

Kynþáttafordómar eru stórt vandamál í fótbolta. Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea, varð einnig fyrir barðinu á slíkum fordómum á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner