Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. október 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zidane: Sögusagnirnar um Mourinho trufla mig
Mynd: Getty Images
Gengi Real Madrid hefur verið upp og ofan á leiktíðinni og í raun frá upphafi síðustu leiktíðar.

Real tapaði um helgina gegn Mallorca, 1-0, á útivelli og fóru fleiri sögur um framtíð Zinedine Zidane, sem stjóra liðsins, á kreik. Jose Mourinho, fyrrum stjóri félagsins, hefur reglulega verið nefndur sem næsti stjóri félagsins og trufla þær sögusagnir Zidane.

„Í fótbolta gleymir fólk hvað þú hefur gert í fortíðinni. Það mikilvægasta er nútíðin. Ég ætla ekki að segja að þessar sögusagnir trufli mig ekki þar sem þær gera það. Ég gef mig alltaf allan í starfið og leikmenn gera það líka. Á morgun mætum við Galatasaray og við þurfum á sigri að halda," sagði Zidane á blaðamannafundi fyrir leik Real gegn Galatasaray í Meistaradeildinni.

Zidane var að lokum spurður hvort hann teldi að starf hans væri í hættu ef Real tapaði öðrum leik.

„Ég veit það ekki, þú getur ekki spurt mig svona. Það sem ég get sagt að ég ætla mér að vera eins lengi hér og ég get. Mig langar ekki að fara neitt."

Real mætir Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld en liðið er með eitt stig eftir tvo leiki í riðli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner