Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. október 2020 21:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Mark tábrotinn - Rúnar Már meiddur
Bjarni Mark Duffield.
Bjarni Mark Duffield.
Mynd: Lars Jacobsson
Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni í Evrópuboltanum í dag. AZ Alkmaar, lið Alberts Guðmundssonar, vann Napoli í Evrópudeildinni og þá voru varnarmennirnir Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon í liðum sem gerðu jafntefli í sömu keppni.

Þeir Patrik Sigurður Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson mættust þá í dönsku B-deildinni þar sem lið Patriks, Viborg, vann sigur.

Í Kasakstan mætti FC Astana, lið Rúnars Más Sigurjónssonar, liði Tobol á heimavelli. Astana vann leikinn 1-0 en Rúnar Már var ekki í leikmannahópi liðsins. Rúnar er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

„Ég verð líklega kominn á ról eftir nokkra daga. Helmingslíkur á því að ég nái næsta leik," sagði Rúnar Már við mbl.is. Næsti leikur er á mánudag. Astana er í öðru sæti deildarinnar, ellefu stigum frá toppliðinu en á leik til góða.

Í sænsku B-deildinni fékk Brage lið Ljungskile í heimsókn. Bjarni Mark Antonsson er á mála hjá Brage en hann hefur ekki leikið með liðinu í tæpan mánuð. Bjarni tábrotnaði undir lok september mánaðar en vonast til að snúa til baka á völlinn eftir u.þ.b. tvær vikur. Ljungskile vann leikinn í dag 0-1 og er Brage í 7. sæti eftir 24 umferðir.

Í tyrknesku B-deildinni gerði Akhisarspor 2-2 jafntefli á útivelli gegn Istanbulspor. Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Akhisar sem er með sex stig eftir sex leiki.

Loks gerði Real Oviedo 0-0 jafntefli við Rayo Vallecano í spænsku B-deildinni. Diego Jóhannesson var ekki í leikmannahópi Oviedo annan leikinn í röð. Oviedo er með sjö stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner