Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 22. október 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haddi staðfesti brottför Kristijan Jajalo
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bosníski markvörðurinn Kristijan Jajalo verður ekki áfram hjá KA eftir sex ár hjá félaginu.

Jajalo, sem lék í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins með Grindavík áður en hann gekk til liðs við KA , hefur spilað 59 leiki fyrir KA í efstu deild en missti byrjunarliðssætið sitt til Steinþórs Más Auðunssonar og ætlar að leita á önnur mið.

Jajalo er fæddur 1993 og mun líklega ekki spila í íslenska boltanum á næsta ári.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA staðfesti brottför Jajalo í viðtali eftir sigur KA gegn Vestra um helgina. Jajalo var ekki í hóp hjá KA gegn Vestra.

„Jajalo er að fara frá okkur, hann hefur tilkynnt okkur það og er að flytja erlendis. Við ákváðum að hafa ungan mann á bekknum í staðinn," sagði Haddi meðal annars að leikslokum.
Athugasemdir
banner