Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   þri 22. nóvember 2022 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið
Danijel Djuric
Danijel Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búlgarar vilja að Danijel Dejan Djuric spili fyrir þjóð sína. Fjallað var um íslenska landsliðsmanninn í kjölfar fyrsta A-landsleik hans fyrir Ísland. Danijel lék vináttulandsleik gegn Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, var það hans fyrsti A-landsleikur og átti hann fínan leik.

Í grein á búlgarska miðlinum Gong er fjallað um að landsliðsþjálfarinn Mladen Krstaich sé í leit að leikmönnum fyrir landsliðið. Faðir Danijels, Dejan, er Serbi en móðir hans er frá Búlgaríu og er hann fæddur í Varna í Búlgaríu. Fjölskyldan flutti til Íslands þegar Danijel var tveggja ára gamall.

Fram kemur að Ísland hefði mögulega rænt Búlgörum möguleikanum á einum landsliðsmanni þegar Danijel spilaði gegn Suður-Kóreu.

Fjallað er um að þar sem Danijel er í fæddur í Búlgaríu og gæt því fengið búlgarskt vegabréf og í kjölfarið orðið búlgarskur landsliðsmaður. Það er þó tekið fram að það sé ekki líklegt þar sem hann hafi þegar spilað með íslenska landsliðinu.

Sóknarmaðurinn gekk í raðir Víkings í sumarglugganum eftir þrjú ár hjá FC Midtjylland í Danmörku. Danijel, sem er nítján ára, hafði áður leikið með yngri flokkum Hvatar og Breiðabliks. Danijel kom vel inn í Víkingsliðið í sumar og uppskar landsliðskallið frá Arnari Viðarssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner