Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 23. janúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Dani Ceballos vill losna frá Arsenal
Spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos vill losna frá Arsenal og finna nýtt félag til að spila með út tímabilið.

Hinn 23 ára gamli Ceballos er á láni hjá Arsenal frá Real Madrid en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Ceballos vill fara annað á lán út tímabilið til að eiga meiri möguleika á sæti í spænska landsliðshópnum fyrir HM í sumar.

Cebalos hefur ekkert komið við sögu síðan Mikel Arteta tók við Arsenal en hann sneri aftur til æfinga í janúar eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner