FH er að reyna að fá hægri bakvörðinn Adam Örn Arnarson í sínar raðir. Þetta segir Arnar Laufdal, þáttastjórnandi Ungstirnanna hér á Fótbolti.net.
Adam Örn er félagslaus í augnablikinu eftir að hafa yfirgefið norska félagið Tromsö.
Þessi öflugi hægi bakvörður hefur lengi verið erlendis og spilað með félögum í Danmörku, Póllandi og Noregi.
Hinn 26 ára gamli Adam hefur verið orðaður við félög hér heima og mest hefur KA verið nefnt til sögunnar. Núna er FH að blanda sér í baráttuna að sögn Arnars.
Adam er uppalinn hjá Breiðabliki. „Blikar eru víst ekkert svo æstir að fá Adam," segir Arnar.
FH seldi á dögunum bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson til Noregs. Væri Adam Örn svo sannarlega öflugur arftaki fyrir hann.
FH eru að reyna að klófesta hægri bakvörðinn Adam Örn Arnarson samkvæmt áreiðanlegum heimildum! Blikar eru víst ekkert svo æstir að fá Adam en hann er uppalinn hjá Breiðablik👀 pic.twitter.com/8QkwzbiIbn
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) January 23, 2022
Athugasemdir