Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   sun 23. janúar 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH reynir að fá Adam Örn - Blikar ekkert að æsa sig
Adam Örn Arnarson.
Adam Örn Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
FH er að reyna að fá hægri bakvörðinn Adam Örn Arnarson í sínar raðir. Þetta segir Arnar Laufdal, þáttastjórnandi Ungstirnanna hér á Fótbolti.net.

Adam Örn er félagslaus í augnablikinu eftir að hafa yfirgefið norska félagið Tromsö.

Þessi öflugi hægi bakvörður hefur lengi verið erlendis og spilað með félögum í Danmörku, Póllandi og Noregi.

Hinn 26 ára gamli Adam hefur verið orðaður við félög hér heima og mest hefur KA verið nefnt til sögunnar. Núna er FH að blanda sér í baráttuna að sögn Arnars.

Adam er uppalinn hjá Breiðabliki. „Blikar eru víst ekkert svo æstir að fá Adam," segir Arnar.

FH seldi á dögunum bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson til Noregs. Væri Adam Örn svo sannarlega öflugur arftaki fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner