Danski miðjumaðurinn Mikkel Damsgaard hefur framlengt samning sinn við Brentford til ársins 2030 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Þessi 24 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá Nordsjælland en hann gekk til liðs við Brentford frá Sampdoria árið 2022.
Þessi 24 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá Nordsjælland en hann gekk til liðs við Brentford frá Sampdoria árið 2022.
Hann hefur leikið 80 leiki fyrir félagið og skorað þrjú mörk, öll hafa þau komið á þessari leiktíð. Hann hefur einnig lagt upp sjö mörk á þessari leiktíð.
Brentford er í 11. sæti með 28 stig eftir 22 umferðir en liðið heimsækir Crystal Palace á sunnudaginn.
Athugasemdir