Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 23. júní 2022 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta hentar mér brjálæðislega vel"
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson er ánægður með nýjan þjálfara AGF, Þjóðverjann Uwe Rösler.

Rösler tók nýverið við AGF. Rösler hafði verið samningslaus síðan í fyrra þegar hann yfirgaf Fortuna Düsseldorf en þar áður stýrði hann Malmö. Rosler hefur þjálfað Leeds United, Brentford, Wigan og Fleetwood Town á Englandi en hann hóf þjálfaraferilinn í Noregi þar sem hann stýrði Lilleström, Viking og Molde.

Lið AGF er byrjað að æfa aftur eftir stutt sumarfrí og kveðst Mikael mjög ánægður með nýja þjálfarann og hans aðferðir.

„Þetta hentar mér mjög vel. Við erum ekki eins passívir. Mér finnst best þegar við mætum af krafti og erum agressívir. Þetta hentar mér brjálæðislega vel,” segir Mikael í samtali við Campo.dk.

Mikael, sem er 23 ára, kom til AGF frá Midtjylland í fyrra. Hann býst við því að undir Rösler verði leikstíll AGF svipaður því sem hann þekkti hjá Midtjylland.

AGF mun leika sinn fyrsta leik undir stjórn Rösler er þeir mæta AaB í æfingaleik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner