Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 23. júní 2024 18:19
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið FH og Fylkis: Ástbjörn og Böddi löpp komnir aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðureign FH og Fylkis í 11. umferð Bestu deildar karla, hefst á eftir klukkan 19:15. FH tapaði í síðustu umferð fyrir Stjörnunni 4-2 á meðan Fylkir vann sinn leik á móti Vestra 3-2. Byrjunarliðin eru komin og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir gera á sínum liðum.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði en bakverðirnir tveir sem voru í banni í síðasta leik koma aftur inn í liðið. Það eru þeir Ástbjörn Þórðarson og Böðvar Böðvarsson. Dusan Brkovic sest á bekkinn en Arngrímur Bjartur Guðmundsson er ekki í hóp.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir eina breytingu á sínu liði en Orri Sveinn Segatta er ekki með í dag. Hans í stað kemur Birkir Eyþórsson.


Byrjunarlið FH:
0. Sindri Kristinn Ólafsson
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
Athugasemdir
banner
banner