fim 23. júlí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milner blótaði Man Utd á verðlaunapallinum
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool tóku við Englandsmeistarabikarnum í gær eftir 30 ára bið.

Allir leikmenn liðsins voru auðvitað í stuði á verðlaunapallinum sem komið var fyrir í KOP-stúkunni á Anfield. Þar sitja venjulega allra hörðustu stuðningsmenn Liverpool.

Margir leikmenn voru með símana á lofti og náðist athyglisvert myndband af James Milner, einum dyggjasta þjóni félagsins.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef viljað rauða borða á bikarnum," sagði Milner í myndbandi Georginio Wijnaldum sem var í beinni útsendingu á Instagram. „Það hefur alltaf verið United hingað til. Helvítis hálfvitar," sagði Milner jafnframt.

Milner hefur á ferli sínum leikið fyrir þrjá af helstu erkifjendum Manchester United. Hann ólst upp sem leikmaður Leeds og hefur síðar á ferlinum leikið fyrir Man City og núna Liverpool. Faðir Milner er mikill Leedsari og bannaði honum að klæðast litum Manchester United heima fyrir, hann mátti aldrei vera í neinu rauðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner