FC Bayern er svo gott sem búið að ganga frá kaupum á Mathys Tel, 17 ára framherja sem kom við sögu í tíu leikjum með Rennes á síðustu leiktíð.
Tel var fyrirliði U17 landsliðs Frakklands sem vann EM í sumar og er Bayern að borga rétt tæpar 30 milljónir evra fyrir táninginn, sem er gríðarlega spenntur fyrir því að flytja til München og nýtur fulls stuðnings frá fjölskyldu sinni.
Tel hefur komist að samkomulagi um fimm ára samning við Bayern og fer í læknisskoðun á sunnudag.
Tel mistókst að skora hjá Rennes en hann hefur gert 10 mörk í 15 leikjum með U17 og U18 landsliðum Frakklands.
Athugasemdir