fös 23. ágúst 2019 18:29
Elvar Geir Magnússon
Swarbrick: Fólk mun gleyma því hvernig fótbolti var fyrir VAR
Swarbrick að leika sér í VARinu.
Swarbrick að leika sér í VARinu.
Mynd: Getty Images
Neil Swarbrick er yfirmaður VAR myndbandsdómgæslunnar í ensku úrvalsdeildinni. Í viðtali við Sky Sports segir hann að VAR sé komið til að vera og segir að gagnrýnendur þurfi að átta sig á því að kerfið sé í frumbernsku sinni.

Swarbrick hefur lagt flautuna á hilluna og einbeitir sér nú að þróun VAR í enska boltanum.

„Eftir þrjú eða fjögur ár mun fólk horfa til baka og það mun ekki muna hvernig fótboltinn var fyrir tíma VAR," segir Swarbrick.

Kevin Phillips, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, styður innleiðingu VAR en segist þó feginn að kerfið hafi ekki verið til þegar hann var að spila.

„Við gætum komið að því stigi að leikmenn hætta að fagna mörkum því þeir eru hræddir um að VAR muni taka þau af. Eins og ég er hrifinn af VAR þá viltu sem markaskorari fagna mörkum," sagði Phillips.

Swarbrick bendir á að 280 mörk hafi verið skoruð í þeim 70 leikjum þar sem VAR hefur verið notað í enska boltanum. Aðeins sex mörk hafi verið tekin til baka.

„Það er mjög lítið hlutfall. Okkar skilaboð eru því: Fagnið!" segir Swarbrick.
Athugasemdir
banner
banner