Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 23. september 2020 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Werner: Tapið gegn Bayern ekki heillandi
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner viðurkenndi í viðtali við Bild á dögunum að hann hafi efast um að Chelsea væri réttur áfangastaður fyrir sig eftir að hafa séð liðið steinliggja gegn FC Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea tapaði heimaleiknum gegn Bayern 0-3 áður en Covid-19 faraldurinn skall á Evrópu. Seinni leikurinn fór fram í ágúst og vann Bayern 4-1 á áhorfendalausum heimavelli.

„Ég verð að viðurkenna að 0-3 tapið var ekki mjög heillandi þegar ég var að skoða að flytja til London. Hjá Leipzig áttum við alltaf mjög góða og jafna leiki gegn Bayern," sagði Werner.

„Ég var mjög hrifinn af hvernig félagið brást við tapinu. Liðið náði Meistaradeildarsæti og keypti nýja leikmenn."

Chelsea pungaði út rúmlega 200 milljónum til að kaupa nýja leikmenn í sumar þar sem Kai Havertz, Hakim Ziyech og Ben Chilwell skrifuðu allir undir auk Werner.

Werner er búinn að spila báða leiki Chelsea á nýju úrvalsdeildartímabili og tókst að fiska tvær vítaspyrnur, sem Jorginho tók. Hann á eftir að skora í keppnisleik fyrir sitt nýja félag.
Athugasemdir
banner