Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 23. september 2020 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Wilfred Ndidi gæti verið frá í þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers stjóri Leicester er búinn að greina frá því að nígeríski miðjumaðurinn Wilfred Ndidi verður frá í allt að þrjá mánuði eftir að hafa meiðst í 4-2 sigri á Burnley um helgina.

Ndidi er lykilmaður á miðju Leicester. Hann er meiddur á nára og gæti þurft aðgerð.

Rodgers segir að Ndidi verður frá í um 6 vikur hið minnsta án aðgerðar. Ef hann þarf aðgerð gæti miðjumaðurinn verið frá í þrjá mánuði, eða fram að jólum.

„Við erum að bíða eftir að sjá hvort hann þurfi að fara í aðgerð. Ef Wilfred fer í aðgerð verður hann frá í allt að tólf vikur," sagði Rodgers eftir 0-2 tap gegn Arsenal í deildabikarnum fyrr í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner