Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. nóvember 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
David James: Salah ekki lengur ómissandi fyrir Liverpool
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Jurgen Klopp og Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
David James, fyrrum markvörður Liverpool og ÍBV, segir að Mohamed Salah sé ekki lengur ómissandi fyrir Liverpool.

Salah fékk Covid-19 og var ekki með þegar Liverpool vann 3-0 sigur gegn Leicester í gær. Diogo Jota skoraði annað mark Liverpool í leiknum.

James segir mögulegt að Liverpool gæti hlustað á tilboð í Salah ef þau berast.

„Ef rétta upphæðin berst þá eru allir leikmenn til sölu. Það yrði ekki klókt hjá Liverpool að selja Salah til Manchester City en ef hann færi í annað land þá yrði það skiljanlegra," segir James.

„Salah er ekki lengur ómissandi fyrir Liverpool og það er jákvætt fyrir Jurgen Klopp. Það þyrfti samt að fá leikmann í hans stað."

Liverpool átti virkilega góðan leik gegn Leicester þrátt fyrir að lykilmenn hafi vantað.

Hvort sem Salah er ómissandi eða ekki þá eru afrek hans og tölfræði með Liverpool mögnuð. Hann varð fjórði sneggsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að ná 50 mörkum.

„Ég hef sagt þetta áður, Mo Salah er frábær leikmaður en spilamennska Liverpool virðist vera betri án hans. Þá er meira flæði í spilamennskunni," segir James.
Athugasemdir
banner
banner
banner