þri 23. nóvember 2021 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Daníel Leó ekki enn fengið mínútu
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður þegar Blackpool gerði markalaust jafntefli við West Brom í Championship-deildinni í kvöld.

Daníel byrjaði tvo síðustu landsleiki hjá Íslandi en fær ekki mikið hlutverk hjá Blackpool á Englandi. Hann er ekki enn búinn að spila mínútu í deildinni á þessu tímabili.

Blackpool er í níunda sæti deildarinnar og situr West Brom í því þriðja.

Það voru þrjú markalaus jafntefli í Championship í kvöld en öll úrslitin á þessu mánudagskvöldi má sjá hér að neðan.

Blackpool 0 - 0 West Brom

Coventry 0 - 0 Birmingham
Rautt spjald: Ryan Woods, Birmingham ('82)

Middlesbrough 1 - 2 Preston NE
1-0 Paddy McNair ('32 )
1-1 Ched Evans ('77 )
1-2 Emil Riis Jakobsen ('82 )

Nott. Forest 0 - 0 Luton
Rautt spjald: Jack Colback, Nott. Forest ('61)

Reading 0 - 1 Sheffield Utd
0-1 Jayden Bogle ('57 )

Jökull spilaði er lið hans kom til baka
U21 landsliðsmarkvörðurinn Jökull Andrésson var í markinu hjá Morecambe í ensku C-deildinni er liðið mætti Charlton Athletic á heimavelli.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Morecambe því þeir lentu 2-0 undir. Jökull og félagar sýndu hins vegar mikinn karakter, komu til baka og jöfnuðu leikinn. Lokatölur 2-2. Morecambe er í 19. sæti deildarinnar með 19 stig.

Jökull er á láni hjá Morecambe frá Reading. Hann er einn af mörgum efnilegum markvörðum sem Ísland á í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner