Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. nóvember 2022 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Spánar og Kosta Ríka: Miðjumaður í miðverðinum
Rodri.
Rodri.
Mynd: Getty Images
HM-veislan er hafin aftur. Eftir þrjú markalaus jafntefli í fjórum leikjum, þá fengum við frábæran leik á milli Þýskalands og Japan rétt áðan.

Núna klukkan 16:00 hefst svo leikur Spánar og Kosta Ríka í þessum sama riðli.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða leik sem framundan er.

Það er athyglisvert að Rodri, miðjumaður Manchester City, byrjar en ekki á miðsvæðinu. Hann verður í hjarta varnarinnar með félaga sínum úr City, Aymeric Laporte.

Sergio Busquets byrjar á miðsvæðinu með Pedri og Gavi. Þá er Marco Asensio í fremstu víglínu með Dani Olmo og Ferran Torres. Alvaro Morata er á bekknum.

Byrjunarlið Spánar: Unai Simón; Azpilicueta, Laporte, Rodri, Jordi Alba; Gavi, Busquets, Pedri; Ferran Torres, Asensio, Dani Olmo.

Byrjunarlið Kosta Ríka: Keylor Navas; Martínez, Duarte, Fuller, Calvo, Oviedo; Tejeda, Celso Borges; Campbell, Bennette, Contreras.
Athugasemdir
banner
banner