Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fim 23. nóvember 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Gerðum tvisvar 2-2 jafntefli gegn Ísrael í fyrra
Úr landsleik Íslands og Ísraels á Laugardalsvelli í fyrra.
Úr landsleik Íslands og Ísraels á Laugardalsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland hefur aldrei unnið Ísrael.
Ísland hefur aldrei unnið Ísrael.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þarf að leggja Ísrael að velli í mars til að komast í úrslitaleik umspilsins um EM sæti. Liðin voru saman í riðli í síðustu Þjóðadeild og gerðu 2-2 jafntefli í báðum viðureignum sínum á síðasta ári.

Ísrael 2 - 2 Ísland (2. júní 2022)
1-0 Liel Adaba ('25 )
1-1 Þórir Jóhann Helgason ('42 )
1-2 Arnór Sigurðsson ('52 )
2-2 Shon Weissman ('84 )
Lestu um leikinn

Liðin mættust í Ísrael þann 2. júní og varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Þetta var fyrsta stig Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar.

Ísland 2 - 2 Ísrael (13. júní 2022)
1-0 Jón Dagur Þorsteinsson ('9 )
1-1 Daníel Leó Grétarsson ('35 , sjálfsmark)
2-1 Þórir Jóhann Helgason ('60 )
2-2 Dor Peretz ('65 )
Lestu um leikinn

Aftur varð 2-2 niðurstaðan í viðureign liðanna á Laugardalsvelli og miðað við þessa leiki gætu úrslitin í umspilinu mögulega ráðist í vítakeppni.

Þetta eru einu keppnisleikirnir milli Íslands og Ísraels en áður hafa liðin þrisvar leikið vináttulandsleiki. Ísrael vann 3-2 heimasigur árið 2010 og 2-0 útisigur á Laugardalsvelli 1992. Fyrr á árinu 1992 gerðu liðin 2-2 jafntefli í Ísrael. Ísland hefur því aldrei unnið Ísrael.
Athugasemdir
banner
banner
banner