Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 12:48
Ívan Guðjón Baldursson
Kairo Edwards-John í Þrótt R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kairo Asa Jacob Edwards-John er genginn til liðs við Þrótt R. eftir að hafa verið meðal bestu leikmanna Magna í Lengjudeildinni í fyrra.

Kairo, fæddur 1999, skoraði 6 mörk í 20 leikjum er Magni féll úr deildinni. Hann þótti öflugur í Lengjudeildinni og verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst að fóta sig í Laugardalnum.

Það vekur athygli að það var Kairo sjálfur sem bjargaði sínu nýja félagi, Þrótti R., frá falli í fyrra.

Magni var að spila grannaslag við Þór í síðustu umferð tímabilsins áður en hætt var við mót vegna Covid-19. Þór var einu marki yfir í uppbótartíma þegar Magni fékk dæmda vítaspyrnu og steig Kairo á punktinn.

Kairo brenndi af spyrnunni og reyndist það ansi dýrkeypt, þar sem Grenvíkingar féllu úr Lengjudeildinni á markatölu. Þróttur R. bjargaði sér því frá falli þökk sé vítaklúðri Kairo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner