banner
   þri 24. janúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Everton hefur rætt við Bielsa - Messi ekki á förum frá PSG
Powerade
Marcelo Bielsa gæti tekið við Everton.
Marcelo Bielsa gæti tekið við Everton.
Mynd: Getty Images
Messi ætlar að framlengja hjá PSG.
Messi ætlar að framlengja hjá PSG.
Mynd: EPA
Snýr Maurizio Sarri aftur í enska boltann.
Snýr Maurizio Sarri aftur í enska boltann.
Mynd: EPA
Gluggadagurinn er eftir viku! Hér er slúðurpakkinn í öllu sínu veldi. Fernandez, Caicedo, Bielsa, Messi Kessie, Gusto, Gordon og fleiri koma við sögu.

Chelsea hefur ekki gefið upp vonina um að fá argentíntska miðjumanninn Enzo Fernandez (22) í janúarglugganum. (Record)

Chelsea gæti einnig gert Brighton endurbætt tilboð í ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (21). Mávarnir eru að skoða mögulega kosti í hans stað. (Guardian)

Everton hefur rætt við Marcelo Bielsa, fyrrum stjóra Leeds, um að taka við liðinu í stað Frank Lampard sem var rekinn í gær. (Athletic)

Wayne Rooney, sem nú stýrir DC United í Bandaríkjunum, og Duncan Ferguson eru einnig á blaði. Þar er einnig David Moyes, stjóri West Ham, sem stýrði Everton 2002-2013. (Sun)

Brentford hefur hafnað fyrirspurn frá Everton í Thomas Frank. (Football Insider)

Þrátt fyrir fréttir um annað þá er staða Lionel Messi (35) óbreytt. Hann hyggst halda áfram hjá Paris Saint-Germain og skrifa undir nýjan samning. Fundur er fyrirhugaður. (Fabrizio Romano)

Fílabeinsstrendingurinn Franck Kessie (26) hjá Barcelona hefur verið orðaður við Chelsea en mun líklega klára tímabilið á Spáni. (Football.London)

Chelsea ætlar að bjóða varnarmanninum Thiago Silva (38) nýjan samning en Brasilíumaðurinn hefur verið einn besti leikmaður liðsins að undanförnu. (Times)

Newcastle United gæti reynt að fá enska U21 landsliðsmanninn Anthony Gordon (21) frá Everton til að fylla í skarð Chris Wood sem fór til Nottingham Forest í síðustu viku. (TalkSport)

Brighton leggur aukna áherslu á að fá úkraínska miðvörðinn Mykola Matviyenko (26) frá Shaktar Donetsk. Hann er metinn á 20 milljónir punda. (Telegraph)

UEFA hyggst loka fyrir glufu á fjárhagsreglum sem hafa gert það að verkum að félagslið hafa gert margra ára samninga. Sem dæmi gerði Chelsea átta og hálfs árs samning við Mykhailo Mudryk (22). (Times)

Bournemouth vill fá senegalska framherjann Nicolas Jackson (21) frá Villarreal en Southampton er einnig að reyna við hann. (Athletic)

Maurizio Sarri (64), stjóri Lazio, er orðaður við endurkomu í enska boltann en sagt er að Tottenham og West Ham horfi til hans, ef þau ákveði að losa Antonio Conte eða David Moyes. (Ilmessaggero)

Manchester United ræddi við Atletico Madrid og Antoine Griezmann (31) síðasta sumar, áður en franski landsliðsmaðurinn gekk alfarið í raðir Madrídarfélagsins. (Sky Sports)

David Blitzer og Joshua Harris, hluthafar í Crystal Palace, eru að skoða það að selja hlut sinn og fjárfesta í Manchester United. Glazer fjölskyldan yrði þá áfram meirihlutaeigandi í félaginu. (Mirror)

Palace er í viðræðum við Stuttgart um franska miðjumanninn Naouirou Ahamada (20). (Athletic)

Barcelona hefur áhuga á spænska miðjumanninum Marco Asensio (27) á frjálsri sölu í sumar en hann er enn í viðræðum um nýjan samning á Bernabeu. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner