þri 24. janúar 2023 14:59
Elvar Geir Magnússon
Leicester í viðræðum um Souttar og Tete
Souttar (til vinstri) á leik á HM.
Souttar (til vinstri) á leik á HM.
Mynd: Getty Images
Leicester er enn að vinna í því að reyna að kaupa ástralska landsliðsmiðvörðinn Harry Souttar frá Stoke. Souttar sló í gegn á HM í Katar og var besti leikmaður Ástralíu.

Mörg félög hafa sýnt þessum 24 ára miðverði áhuga en samkvæmt BBC er líklegast að hann fari til Leicester.

Sjá einnig:
Skoski kletturinn í vörn Ástralíu - Skartar nýjum húðflúrum í Katar

Brendan Rodgers vill fá inn menn til að aðstoða liðið að spyrna sér frá fallbaráttunni.

Leicester er einnig í viðræðum um brasilíska vængmanninn Tete sem er hjá Lyon á lánssamningi frá Shaktar Donetsk. Hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir félagið. Þá átti hann tvær stoðsendingar í bikarleik um síðustu helgi.

Flækjustigið er þó mikið og Shaktar er víst opið fyrir sölu. Lecester þyrfti hinsvegar einnig að ná samkomulagi við Lyon sem þyrfti að samþykkja að rifta lánssamningi hans.

Leicester hafði áhuga á Nico Gonzalez hjá Fiorentina en ítalska félagið gaf þau svör að hann væri einfaldlega ekki til sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner