Frakkinn Rudi Garcia hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Belgíu. Þessi 60 ára gamli þjálfari tekur við af Domenico Tedesco sem var rekinn á dögunum.
Garcia stýrði síðast ítalska liðinu Napoli en var rekinn eftir aðeins sextán leiki við stjórnvölinn 2023.
Garcia stýrði síðast ítalska liðinu Napoli en var rekinn eftir aðeins sextán leiki við stjórnvölinn 2023.
Áður en hann tók við Napoli var hann þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann var stjóri Roma í þrjú ár og hefur einnig stýrt Lille, Marseille og Lyon.
Belgía er í áttunda sæti á heimslista FIFA og mætir Úkraínu í umspili Þjóðadeildarinnar í mars.
Athugasemdir