Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 10:03
Elvar Geir Magnússon
Rudi Garcia nýr landsliðsþjálfari Belgíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Frakkinn Rudi Garcia hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Belgíu. Þessi 60 ára gamli þjálfari tekur við af Domenico Tedesco sem var rekinn á dögunum.

Garcia stýrði síðast ítalska liðinu Napoli en var rekinn eftir aðeins sextán leiki við stjórnvölinn 2023.

Áður en hann tók við Napoli var hann þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann var stjóri Roma í þrjú ár og hefur einnig stýrt Lille, Marseille og Lyon.

Belgía er í áttunda sæti á heimslista FIFA og mætir Úkraínu í umspili Þjóðadeildarinnar í mars.
Athugasemdir
banner
banner