Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Risaslagur í Lengjubikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er aðeins einn leikur á dagskrá hér á landi í dag og er það enginn smá leikur.

Tvö bestu lið síðasta sumars mætast á Origo vellinum, þar sem Valur tekur á móti Breiðabliki.

Bæði lið fóru í gegnum síðasta tímabil í Pepsi Max-deildinni án þess að tapa leik. Valur stóð þó uppi sem sigurvegari þar sem liðið vann alla leikina sína nema þá gegn Breiðablik, sem lauk með jafntefli.

Blikar voru nálægt því að gera slíkt hið sama en gríðarlega svekkjandi jafntefli gegn Þór/KA skemmdi fyrir. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir átti þá stórleik í marki Þórs/KA og bjargaði stigi fyrir Akureyringa.

Lengjubikar kvenna - A-deild
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner