Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kolbeinn Finnsson (Dortmund)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Guðmundur Andri Tryggvason er óþolandi á velli en kæmi með á eyðieyjuna.
Guðmundur Andri Tryggvason er óþolandi á velli en kæmi með á eyðieyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni og arabískan.
Hilmar Árni og arabískan.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Veiðimaðurinn Alex Þór Hauksson.
Veiðimaðurinn Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Finnsson er á mála hjá Dortmund í Þýskalandi. Þar hefur hann verið að leika með varaliði félagsins.

Kolbeinn er hluti af U21 árs landsliði Íslands og ræddi um ferilinn við Fótbolta.net í desember. Í dag segir hann frá hinni hliðinni á sér.

Sjá einnig:
Kolbeinn Finns: Gaman að spila á Anfield
Kolbeinn: Alveg möguleiki að fá tækifæri með aðalliðinu

Fullt nafn: Kolbeinn Birgir Finnsson

Gælunafn: Kolbfather

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég var 14 ára þegar ég kom inná með Fylki í Lengjunni á móti Þrótti.

Uppáhalds drykkur: Peru nocco er í ruglinu

Uppáhalds matsölustaður: Alltaf Eldofninn og Eldsmiðjan

Hvernig bíl áttu: Keyri um á sætum Opel núna.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: At the moment er það The Office, svo líka Entourage. Ekkert eðlilega fyndnir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, Future, Aron Can og fleiri

Fyndnasti Íslendingurinn: Auto Jón Gnarr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, snickers og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Nova að segja mér frá einhverri veislu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sérstakt en Valur heillar mig ekki

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho besti, svo hef ég mætt legendum eins og Dirk Kuyt og Gareth Barry

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Viðars, en Sigurður Þór gerði mig að manni

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það var óþolandi að spila á móti góðvini mínum Guðmundi Andra.

Sætasti sigurinn: Shellmóts titilinn 2009 er ennþá sætasti sigurinn á ferlinum. Þegar við pökkuðum KR-ingum saman

Mestu vonbrigðin: Sennilega að komast ekki uppúr milliriðli með u17

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Jónatan Ingi myndi lífga upp á tilveruna hérna í Dortmund.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Sig

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hafliði Sigurðarson, töframaðurinn í Aftureldingu er klárlega mest sjarmerandi maður á Íslandi

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo er Geitin

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það var skrautlegt að fylgjast með Valdimar Þór á sínum tíma

Uppáhalds staður á Íslandi: Í Árbæjarlauginni

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Mér dettur ekkert sniðugt í hug

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Langar að segja að ég lesi góða bók, en ég slekk sennilega á Playstation tölvunni

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðeins með NBA

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Of mörgu

Vandræðalegasta augnablik: Því miður þá dettur mér ekkert í hug

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Guðmund Andra til að létta mér lundina, Alex Hauks til að veiða til matar og Ara Leifs til að sjá um að allt fari eðlilega fram.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er einn áttundi Færeyingur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég komst að því að Hilmar Árni væri að læra arabísku

Hverju laugstu síðast: Ég reyni að ljúga ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er alltaf lengi að líða

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Það er bara að hanga inni að horfa á einhvað og spila Fifa svo fer ég út að hlaupa á morgnana til að halda mér í formi, og reyna elda eitthvað gourmet.
Athugasemdir
banner